Staðfesta að Valieva féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. getty/Jean Catuffe Búið er að staðfesta að rússneska skautakonan Kamila Valieva féll á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum. Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira