Eriksen sér enga áhættu í því að snúa aftur inn á fótboltavöllinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 11:02 Christian Eriksen sést hér kominn í búning Bentford. Instagram/@brentfordfc Christian Eriksen líkir því við kraftaverk að hann geti snúið aftur inn á völlinn með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford. Eriksen samdi við Brentford fram á vor og mun þar spila sína fyrstu fótboltaleiki síðan að hann fór í hjartastopp í fyrsta leik Dana á Evrópumótinu í fyrra. Hinn 29 ára gamli danski miðjumaður var lífgaður við á grasinu á Parken og náði sér ótrúlega vel. Hann fékk græddan í sig gangráð og af þeim sökum mátti hann ekki lengur spila í ítölsku deildinni með Internazionale. Ítalska félagið sagði upp samningi hans í framhaldinu og hann kemur því til Brentford á frjálsri sölu. Part of BBC News 6 report on Christian Eriksen and his remarkable return with Brentford from the cardiac arrest that shocked sport. Expertly shot - & then edited in just 90 mins - by @nickwworth & producer Eoin Hempsall https://t.co/tUpnqTVkHR pic.twitter.com/MChL0MRr0b— Dan Roan (@danroan) February 11, 2022 „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti,“ sagði Christian Eriksen við breska ríkisútvarpið. „Þakklæti til fólksins í kringum mig, liðsfélaganna, læknanna sem komu inn á völlinn, starfsfólkinu á sjúkrahúsinu og öllum sem hafa passað upp á mig,“ sagði Eriksen. „Svo eru það líka öll skilaboðin sem ég fékk þar sem ég og fjölskylda mín fengu svo mikinn stuðning. Það hefur verið yndislegt að fá allar þessar góðar kveðjur,“ sagði Eriksen. „Ég er mjög heppinn og ég hef sagt öllum að ég sé mjög þakklátur fyrir það sem þau gerðu því annars væri ég ekki hérna í dag,“ sagði Eriksen. „Ég lít á þetta þannig að ég hafi verið óheppinn en heppinn með stað. Ég vona að enginn lendi í svona og ég bjóst aldrei við því að ég myndi lenda í slíku. Sem betur var fólkið í kringum mig svo fljótt að átta sig á hlutunum. Ég er einstaklega þakklátur til læknanna á vellinum,“ sagði Eriksen. Danish footballer @ChrisEriksen8 collapsed and "died for five minutes" during last summer's Euros. Now he's preparing to make his debut for Brentford.He shares his amazing story with @DanRoan for BBC Sport.— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2022 Eriksen segist líka jafnvel vera í betra ástandi núna en fyrir atvikið. Hann ætlar sér að gera allt til að komast aftur á sama stað og hann var sem fótboltamaður. Hann óttast heldur ekki að takast á við áskoranirnar sem bíða hans. „Ég mun ekki breyta mínum leik. Ég hef þurft að passa vel upp á það að gera allar aukaæfingarnar og kannski er ég því ég betra formi áður. Það vantar bara fótboltann. Mér líður eins og ég sjálfur og sé enga fyrirstöðu fyrir því að komast aftur á sama stað,“ sagði Eriksen. Eriksen hugsaði ekki um það fyrst eftir atvikið að hann myndi snúa inn á völlinn. „Ég vildi fara í gegnum öll prófin og tala við alla læknana til að fá vita um alla möguleikana,“ sagði Eriksen. „Síðan þá, kannski frá því viku eftir atvikið, þegar þau sögu að það eina sem væri breytt væri að ég væri með gangráð, þá hef ég getað lifað eðlilegu lífi. Það er ekkert sem stendur í veg fyrir mér,“ sagði Eriksen. „Það var léttir en líka skrítið af því að ég vildi ekki ofgera mér. Ég vildi ekki taka neina óþarfa áhættu og þess vegna fór ég í allar mögulegar rannsóknir,“ sagði Eriksen. „Þetta sem ég er að gera núna mun ekki hafa áhrif á mig eftir þrjátíu ár. Ef þeir segja mér að eitthvað hafi breyst þá er það önnur saga,“ sagði Eriksen. „Ég sé enga áhættu, ég er með gangráð og ef eitthvað gerist þá er ég öruggur,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Eriksen samdi við Brentford fram á vor og mun þar spila sína fyrstu fótboltaleiki síðan að hann fór í hjartastopp í fyrsta leik Dana á Evrópumótinu í fyrra. Hinn 29 ára gamli danski miðjumaður var lífgaður við á grasinu á Parken og náði sér ótrúlega vel. Hann fékk græddan í sig gangráð og af þeim sökum mátti hann ekki lengur spila í ítölsku deildinni með Internazionale. Ítalska félagið sagði upp samningi hans í framhaldinu og hann kemur því til Brentford á frjálsri sölu. Part of BBC News 6 report on Christian Eriksen and his remarkable return with Brentford from the cardiac arrest that shocked sport. Expertly shot - & then edited in just 90 mins - by @nickwworth & producer Eoin Hempsall https://t.co/tUpnqTVkHR pic.twitter.com/MChL0MRr0b— Dan Roan (@danroan) February 11, 2022 „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti,“ sagði Christian Eriksen við breska ríkisútvarpið. „Þakklæti til fólksins í kringum mig, liðsfélaganna, læknanna sem komu inn á völlinn, starfsfólkinu á sjúkrahúsinu og öllum sem hafa passað upp á mig,“ sagði Eriksen. „Svo eru það líka öll skilaboðin sem ég fékk þar sem ég og fjölskylda mín fengu svo mikinn stuðning. Það hefur verið yndislegt að fá allar þessar góðar kveðjur,“ sagði Eriksen. „Ég er mjög heppinn og ég hef sagt öllum að ég sé mjög þakklátur fyrir það sem þau gerðu því annars væri ég ekki hérna í dag,“ sagði Eriksen. „Ég lít á þetta þannig að ég hafi verið óheppinn en heppinn með stað. Ég vona að enginn lendi í svona og ég bjóst aldrei við því að ég myndi lenda í slíku. Sem betur var fólkið í kringum mig svo fljótt að átta sig á hlutunum. Ég er einstaklega þakklátur til læknanna á vellinum,“ sagði Eriksen. Danish footballer @ChrisEriksen8 collapsed and "died for five minutes" during last summer's Euros. Now he's preparing to make his debut for Brentford.He shares his amazing story with @DanRoan for BBC Sport.— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2022 Eriksen segist líka jafnvel vera í betra ástandi núna en fyrir atvikið. Hann ætlar sér að gera allt til að komast aftur á sama stað og hann var sem fótboltamaður. Hann óttast heldur ekki að takast á við áskoranirnar sem bíða hans. „Ég mun ekki breyta mínum leik. Ég hef þurft að passa vel upp á það að gera allar aukaæfingarnar og kannski er ég því ég betra formi áður. Það vantar bara fótboltann. Mér líður eins og ég sjálfur og sé enga fyrirstöðu fyrir því að komast aftur á sama stað,“ sagði Eriksen. Eriksen hugsaði ekki um það fyrst eftir atvikið að hann myndi snúa inn á völlinn. „Ég vildi fara í gegnum öll prófin og tala við alla læknana til að fá vita um alla möguleikana,“ sagði Eriksen. „Síðan þá, kannski frá því viku eftir atvikið, þegar þau sögu að það eina sem væri breytt væri að ég væri með gangráð, þá hef ég getað lifað eðlilegu lífi. Það er ekkert sem stendur í veg fyrir mér,“ sagði Eriksen. „Það var léttir en líka skrítið af því að ég vildi ekki ofgera mér. Ég vildi ekki taka neina óþarfa áhættu og þess vegna fór ég í allar mögulegar rannsóknir,“ sagði Eriksen. „Þetta sem ég er að gera núna mun ekki hafa áhrif á mig eftir þrjátíu ár. Ef þeir segja mér að eitthvað hafi breyst þá er það önnur saga,“ sagði Eriksen. „Ég sé enga áhættu, ég er með gangráð og ef eitthvað gerist þá er ég öruggur,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira