Alls kláruðu 95 skíðagönguna í dag og því verður árangur Snorra að teljast mjög góður.
Hann keppti einnig í fimmtán kílómetra skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í PeyongChang og endaði þá í 53. sæti. Snorri hækkaði sig því um sautján sæti milli leika.
Finninn Iivo Niskanen varð hlutskarpastur á tímanum 37:54,8. Alexander Bolshunov frá Rússlandi varð annar, 23,2 sekúndum á eftir Niskanen. Norðmaðurinn Johannes Hoesflot Klaebo fékk bronsið á 38:32,3.