Vann Ólympíugull í sömu grein og faðir sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 16:00 Johannes Strolz fagnar hér með Ólympíugullið sitt. AP/Luca Bruno Johannes Strolz tókst að endurtaka afrek föður síns 34 árum síðan þegar hann keppti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þeir eru nú sögulegir feðgar. Hinn 29 ára gamli Strolz kom fljótastur allra í mark í tvíkeppni alpagreinanna og fékk Ólympíugull um hálsinn að launum. Í tvíkeppninni keppa menn bruni og í svigi. Sá sem nær besta árangri samanlagt stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsta Ólympíugull Strolz á ferlinum en ekki það fyrsta í fjölskyldunni. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Faðir hans. Hubert Strolz, vann einnig tvíkeppnina á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 eða fyrir 34 árum síðan. Hann var þá á undan landa sínum Bernhard Gstrein og Svisslendingnum Paul Accola. Strolz var mun fljótari í bruninu og vann þótt að hann hafi verið á eftir hinum tveimur í sviginu. Sonurinn tryggði sér aftur á móti sigurinn með því að ná betri árangri í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde, sem varð efstur í brunhlutanum náði bara sjötta besta tímanum í svginu og varð að sætta sig við silfrið. James Crawford frá Kanada fékk brons. Hubert Strolz tryggði sér gullverðlaun sín 27. febrúar 1988. Þá voru enn rúm fjögur ár í að að sonur hans fæddist því Johannes kom ekki í heiminn fyrr en í september 1992. Historical moment where Johannes Strolz claims in alpine combined 34 years after his father. Becoming first father-son to claim gold in the same discipline #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/xPOylP7V9m— FIS Alpine (@fisalpine) February 10, 2022 Hubert var 26 ára gamall þegar hann vann gullið í Calgary en hann tók einnig silfurverðlaun í stórsviginu á leikunum. Þeir feðgar eru þeir fyrstu sem ná því að vinna gullverðlaun í Alpagreinum á Ólympíuleikum. Pabbinn rekur skíðaskóla í heimabæ sínum Warth í Austurríki og það má búast við því að strákurinn hafi notið góðs af því. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Strolz kom fljótastur allra í mark í tvíkeppni alpagreinanna og fékk Ólympíugull um hálsinn að launum. Í tvíkeppninni keppa menn bruni og í svigi. Sá sem nær besta árangri samanlagt stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsta Ólympíugull Strolz á ferlinum en ekki það fyrsta í fjölskyldunni. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Faðir hans. Hubert Strolz, vann einnig tvíkeppnina á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 eða fyrir 34 árum síðan. Hann var þá á undan landa sínum Bernhard Gstrein og Svisslendingnum Paul Accola. Strolz var mun fljótari í bruninu og vann þótt að hann hafi verið á eftir hinum tveimur í sviginu. Sonurinn tryggði sér aftur á móti sigurinn með því að ná betri árangri í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde, sem varð efstur í brunhlutanum náði bara sjötta besta tímanum í svginu og varð að sætta sig við silfrið. James Crawford frá Kanada fékk brons. Hubert Strolz tryggði sér gullverðlaun sín 27. febrúar 1988. Þá voru enn rúm fjögur ár í að að sonur hans fæddist því Johannes kom ekki í heiminn fyrr en í september 1992. Historical moment where Johannes Strolz claims in alpine combined 34 years after his father. Becoming first father-son to claim gold in the same discipline #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/xPOylP7V9m— FIS Alpine (@fisalpine) February 10, 2022 Hubert var 26 ára gamall þegar hann vann gullið í Calgary en hann tók einnig silfurverðlaun í stórsviginu á leikunum. Þeir feðgar eru þeir fyrstu sem ná því að vinna gullverðlaun í Alpagreinum á Ólympíuleikum. Pabbinn rekur skíðaskóla í heimabæ sínum Warth í Austurríki og það má búast við því að strákurinn hafi notið góðs af því.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjá meira