Segir ekkert því til fyrirstöðu að dýraníðingurinn Zouma spili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 13:00 David Moyes, hinn skoski þjálfari West Ham United, mun halda áfram að velja Kurt Zouma í lið sitt. Charlotte Wilson/Getty Images David Moyes, þjálfari West Ham United, segir að Kurt Zouma sé til taks fyrir leik liðsins gegn Leicester City á sunnudag. Zouma hefur verið í fréttum eftir að hann náðist á myndband að sparka og slá til kattar sem hann á. Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á samfélagsmiðlum þar sem Kurt Zouma, miðvörður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sést níðast á köttunum sínum. Hann bæði sparkar í þá og slær. Hann baðst í kjölfarið afsökunar en atvikið hefur dregið dilk á eftir sér. Dýraverndunarsamtök hafa tekið kettina af Zouma, hann þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir hvernig á að meðhöndla dýr, West Ham sektaði hann því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna og íþróttavörumerkjarisinn Adidas sagði upp samningi sínum við leikmanninn. Þá hefur einn af styrktaraðilum West Ham sagt upp samningi sínum við félagið og annar íhugar að gera slíkt hið sama. David Moyes, þjálfari West Ham, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að velja leikmanninn í byrjunarlið sitt er West Ham mætti Watford í liðinni viku og stefnir á að gera slíkt hið sama nú um helgina. "I'm not condoning him, his actions were terrible. They were diabolical but we've chosen to play him and we stand by that."— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2022 „Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það sem hann gerði. Það var ógeðfelld en ég hef ákveðið að spila honum og ég stend við þá ákvörðun. West Ham hefur tæklað málið vel og félagið hefði vart geta gripið aðgerða fyrr en það gerði,“ sagði Moyes í viðtali fyrir leik helgarinnar. „Við munum aðstoða hann við að leita sér hjálpar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa honum. Hann er fullur eftirsjár. Eins og allir aðrir þarf hann á smá fyrirgefningu að halda,“ bætti Moyes við. „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður. Þetta sýnir að sem fótboltaþjálfari þá getur þú aldrei verið viss um hverskonar mál þú þarft að meðhöndla. Þetta er allt hluti af starfinu, við myndum þó frekar vilja að West Ham væri í fréttunum vegna gengi liðsins inna vallar en liðið er mjög gott. Ég er leiður að fókusinn hefur verið tekinn frá þeirri staðreynd þar sem við erum að eiga mjög gott tímabil,“ sagði Skotinn að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01 Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á samfélagsmiðlum þar sem Kurt Zouma, miðvörður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sést níðast á köttunum sínum. Hann bæði sparkar í þá og slær. Hann baðst í kjölfarið afsökunar en atvikið hefur dregið dilk á eftir sér. Dýraverndunarsamtök hafa tekið kettina af Zouma, hann þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir hvernig á að meðhöndla dýr, West Ham sektaði hann því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna og íþróttavörumerkjarisinn Adidas sagði upp samningi sínum við leikmanninn. Þá hefur einn af styrktaraðilum West Ham sagt upp samningi sínum við félagið og annar íhugar að gera slíkt hið sama. David Moyes, þjálfari West Ham, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að velja leikmanninn í byrjunarlið sitt er West Ham mætti Watford í liðinni viku og stefnir á að gera slíkt hið sama nú um helgina. "I'm not condoning him, his actions were terrible. They were diabolical but we've chosen to play him and we stand by that."— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2022 „Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það sem hann gerði. Það var ógeðfelld en ég hef ákveðið að spila honum og ég stend við þá ákvörðun. West Ham hefur tæklað málið vel og félagið hefði vart geta gripið aðgerða fyrr en það gerði,“ sagði Moyes í viðtali fyrir leik helgarinnar. „Við munum aðstoða hann við að leita sér hjálpar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa honum. Hann er fullur eftirsjár. Eins og allir aðrir þarf hann á smá fyrirgefningu að halda,“ bætti Moyes við. „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður. Þetta sýnir að sem fótboltaþjálfari þá getur þú aldrei verið viss um hverskonar mál þú þarft að meðhöndla. Þetta er allt hluti af starfinu, við myndum þó frekar vilja að West Ham væri í fréttunum vegna gengi liðsins inna vallar en liðið er mjög gott. Ég er leiður að fókusinn hefur verið tekinn frá þeirri staðreynd þar sem við erum að eiga mjög gott tímabil,“ sagði Skotinn að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01 Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01
Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01
Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01
Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00