„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 13:37 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Vísir/Vilhelm Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. „Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.” Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
„Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.”
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira