Við viljum bara einfaldara líf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 06:00 Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun