Engin fær að taka við verðlaunum ef Valieva vinnur Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 11:30 Kamila Valieva fór fyrir liði rússnesku ólympíunefndarinnar sem vann liðakeppnina í listhlaupi á skautum í síðustu viku en hún fær enga verðlaunaathöfn á Vetrarólympíuleikunum. Getty/Matthew Stockman Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar hefur ákveðið að hafa enga verðlaunaathöfn í listhlaupi á skautum fari svo að hin 15 ára gamla Kamila Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum í einstaklingskeppninni. Hin rússneska Valieva er mjög sigurstrangleg í keppninni nú þegar ljóst er að hún má keppa þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf í lyfjaprófi sem framkvæmt var á rússneska meistaramótinu í desember. Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar segist verða að fara að lögum og því sé ekki annað í stöðunni en að una úrskurði alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, um að Valieva megi keppa. Ferlinu við að meðferð sýnisins sem tekið var úr Valievu í desember er ekki lokið, og aðeins þegar því lýkur er hægt að kveða endanlega upp úr um það hvort að hún hafi brotið reglur alþjóða lyfjaeftirlitsins og hljóti refsingu. Hleypa 25 keppendum áfram Úr því að mál Valievu er þannig enn í lausu lofti hefur eins og fyrr segir verið ákveðið að engin verðlaunaafhending verði haldin fari svo að Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum. Það þýðir að að minnsta kosti tveir keppendur sem ætla má að hafi alls ekki óhreint mjöl í pokahorninu, fá enga verðlaunaafhendingu á sjálfum Vetrarólympíuleikunum. Auk þess munu nú 25 keppendur komast áfram eftir stutta prógramið í keppninni á morgun, í frjálsa prógramið sem er á fimmtudaginn, í stað 24 keppenda, ef Valieva verður í þeim hópi. Alþjóða ólympíunefndin ætlar að halda verðlaunaathöfn síðar, þegar mál Valievu hefur verið til lykta leitt. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira
Hin rússneska Valieva er mjög sigurstrangleg í keppninni nú þegar ljóst er að hún má keppa þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf í lyfjaprófi sem framkvæmt var á rússneska meistaramótinu í desember. Framkvæmdastjórn alþjóða ólympíunefndarinnar segist verða að fara að lögum og því sé ekki annað í stöðunni en að una úrskurði alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, um að Valieva megi keppa. Ferlinu við að meðferð sýnisins sem tekið var úr Valievu í desember er ekki lokið, og aðeins þegar því lýkur er hægt að kveða endanlega upp úr um það hvort að hún hafi brotið reglur alþjóða lyfjaeftirlitsins og hljóti refsingu. Hleypa 25 keppendum áfram Úr því að mál Valievu er þannig enn í lausu lofti hefur eins og fyrr segir verið ákveðið að engin verðlaunaafhending verði haldin fari svo að Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum. Það þýðir að að minnsta kosti tveir keppendur sem ætla má að hafi alls ekki óhreint mjöl í pokahorninu, fá enga verðlaunaafhendingu á sjálfum Vetrarólympíuleikunum. Auk þess munu nú 25 keppendur komast áfram eftir stutta prógramið í keppninni á morgun, í frjálsa prógramið sem er á fimmtudaginn, í stað 24 keppenda, ef Valieva verður í þeim hópi. Alþjóða ólympíunefndin ætlar að halda verðlaunaathöfn síðar, þegar mál Valievu hefur verið til lykta leitt.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira