Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 17:47 Hildi segist ekki lítast vel á hugmyndina um að kalla smitað starfsfólk til vinnu. En það gæti þó vel verið að það verði að gera. Vísir/Egill Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels