Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. febrúar 2022 19:35 Haffý segir son sinn Alexander hafa verið einstaklega rólegan á meðan á öllu þessu stóð. aðsend Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira