Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þjóðina stefna hraðbyri í átt að hjarðónæmi. vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira