„Veikindarétturinn verður ekki brotinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:00 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Veikindarétturinn verður ekki brotinn. Þetta segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga um þau ummæli að mögulega þurfi að kalla covid smitað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunarvanda. Félagið mun bregðast við því ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga. Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira