Stærsta rennibraut í heimi og öldulaug gætu orðið að veruleika í Laugardalslaug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 21:31 Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. sigurjón ólason Stærsta rennibraut í heimi, kaffihús og risa stökkpallur gætu verið meðal nýjunga í nýrri Laugardalslaug. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun um endurgerð Laugardalslaugar og segir forstöðumaðurinn að enginn hugmynd sé of stór. Framundan er endurgerð Laugardalslaugar sem þarfnast mikils viðhalds og að því tilefni stendur nú yfir hugmyndasöfnun um framtíð laugarinnar. Skoða allar hugmyndir „Fólki er frjálst að koma með sína hugmynd. Bestu hugmyndina að sjálfsögðu. Það verður kannski ekki keppni um bestu hugmyndina en við munum nýta allar hugmyndir,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Almenningur er hvattur til þess að taka þátt og er þá um að gera að leyfa sér að dreyma stórt. „Engin hugmynd er of stór af því að ég veit að borgin ætlar sér stórt. Hún er búin að bíða lengi eftir að fara í endurgerð á lauginni og hún er löngu komin á tíma á viðgerð og það þarf að gera mikið við hana.“ Hugmyndakassinn í afgreiðslu laugarinnar.sigurjón ólason Hann segir að borgin sé búin að áætla tvo og hálfan til þrjá milljarða í verkefnið en að viðbúið sé að sú tala muni hækka. 500 hugmyndir komnar á blað Nú þegar hafa borist fimm hundruð hugmyndir og eru þær meðal annars: Stökkpallar í átta til tíu metra hæð. Aðstaða til djúpköfunar og risa öldulaug. „Og svo eru margar út frá pælingum um stórar rennibrautir. Fá alvöru rennibraut fyrir krakka á öllum aldri því maður á aldrei að hætta að leika sér.“ Hægt er að senda hugmyndir fram til sjötta mars á Betri Reykjavík.is og í hugmyndabox í afgreiðslu Laugardalslaugar. En hvenær fáum við að sjá nýja Laugardalslaug? „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir ári siðan þá var talað um 2025-26 en eigum við ekki bara að segja árið 2028, svona skotið út í loftið.“ Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Framundan er endurgerð Laugardalslaugar sem þarfnast mikils viðhalds og að því tilefni stendur nú yfir hugmyndasöfnun um framtíð laugarinnar. Skoða allar hugmyndir „Fólki er frjálst að koma með sína hugmynd. Bestu hugmyndina að sjálfsögðu. Það verður kannski ekki keppni um bestu hugmyndina en við munum nýta allar hugmyndir,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Almenningur er hvattur til þess að taka þátt og er þá um að gera að leyfa sér að dreyma stórt. „Engin hugmynd er of stór af því að ég veit að borgin ætlar sér stórt. Hún er búin að bíða lengi eftir að fara í endurgerð á lauginni og hún er löngu komin á tíma á viðgerð og það þarf að gera mikið við hana.“ Hugmyndakassinn í afgreiðslu laugarinnar.sigurjón ólason Hann segir að borgin sé búin að áætla tvo og hálfan til þrjá milljarða í verkefnið en að viðbúið sé að sú tala muni hækka. 500 hugmyndir komnar á blað Nú þegar hafa borist fimm hundruð hugmyndir og eru þær meðal annars: Stökkpallar í átta til tíu metra hæð. Aðstaða til djúpköfunar og risa öldulaug. „Og svo eru margar út frá pælingum um stórar rennibrautir. Fá alvöru rennibraut fyrir krakka á öllum aldri því maður á aldrei að hætta að leika sér.“ Hægt er að senda hugmyndir fram til sjötta mars á Betri Reykjavík.is og í hugmyndabox í afgreiðslu Laugardalslaugar. En hvenær fáum við að sjá nýja Laugardalslaug? „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir ári siðan þá var talað um 2025-26 en eigum við ekki bara að segja árið 2028, svona skotið út í loftið.“
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira