O'Riley er 21 árs miðjumaður sem kom til Celtic í síðasta mánuði frá enska félaginu Milton Keynes Dons en hann var áður á málum hjá Fulham.
Matt O'Riley's Celtic form earns Denmark recognition with Hoops midfielder keen on international call-uphttps://t.co/cxDuujSJEM pic.twitter.com/OX3rjN3BON
— Football Scotland (@Football_Scot) February 17, 2022
„Ég hef spilað með unglingalandsliðum Englands en mér finnst ég vera danskur,“ sagði Matt O'Riley í viðtali við footballscotland.co.uk.
„Móðir mín er dönsk og ég tala dönskuna nokkuð vel. Ég skil mjög mikið og það er ekkert út úr myndinni að spila fyrir danska landsliðið,“ sagði O'Riley.
„Ef ég verð valinn í danska landsliðið þá segi ég ekki nei,“ sagði O'Riley.
Matt O'Riley, sem heitir fullu nafni Matthew Sean O'Riley, er fæddur og uppalinn á Englandi en móðir hans er með tengsl til bæði Danmerkur og Noregs. Hann gæti því líka spilað fyrir Noreg.
"He looks as though he could be a top player."@ahaggerty10 learns the unheralded Matt O'Riley skill that sets him apart https://t.co/Hx3cLAuhEl
— The Celtic Way (@celticway1888) February 16, 2022
O'Riley hefur spilað fimm leiki fyrir Celtic í skosku úrvalsdeildinni og er með eitt mark og tvær stoðsendingar í þeim.
Hann var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Milton Keynes Dons í ensku C-deildinni fyrri hluta tímabilsins.