Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 13:18 Verkið Guggugulur fannst í Listasafninu á Akureyri. Aðsend Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman. Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“ Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“
Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira