Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 14:00 Michael Masi var í mikilli ábyrgðarstöðu eins og kom vel í ljós í lokakeppni síðasta tímabils. Getty/Bryn Lennon Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni. Formúla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni.
Formúla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira