„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 15:26 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir að Háskóla Íslands sé ekki stætt á að halda áfram á sömu braut. Menn séu komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. VÍSIR/ARNAR Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú. Starfshópurinn telur að hvorki samkeppnissjónarmið né mögulegt tekjutap dugi til að slá því á frest að grípa til aðgerða sem tryggja ábyrga spilun. Happdrætti Háskóla Íslands beri að leggja sérstaka áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa.“ Alma Hafsteinsdóttir er formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún furðar sig á því að skýrslan sé fyrst gerð opinber núna. „Við gerum alvarlegar athugasemdir við það að rektor Háskóla Íslands hafi verið ljóst í júní að fjármagnið sem er að koma í gegnum þessa spilakassa sé að koma frá spilafíklum. Við höfum vissulega talað um að háskólanum sé ekki stætt á að standa í þessum rekstri en það hefur ekki verið tekið mark á okkur.“ Jón Atli segir að ákvörðun hafi verið tekin um að slá birtingu skýrslunnar á frest vegna alþingiskosninga og ráðherraskipta. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Egill Jóni Atla hafi þótt eðlilegt að Jón Gunnarsson nýr dómsmálaráðherra fengi að mynda sér skoðun á málinu í ljósi þess að þetta sé sá rammi sem Alþingi hafi skapað skólanum. Hann segist taka málið alvarlega og leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Það er nauðsynlegt að horfa á málið heildstætt eins og kemur fram í skýrslunni. Þetta er sú leið sem valin hefur verið til þess að Háskóli Íslands fjármagni sínar byggingar og viðhald; það er í gegnum Happdrættið svo að við þurfum bara að fara yfir þetta með stjórnvöldum. Við getum ekki tekið neinar einhliða ákvarðanir um að fara út úr þessu vegna þess að það myndi hafa mjög alvarleg áhrif á okkar stöðu en með því að fara í þessa vinnu með þessari skýrslu og þá vinnu sem Happdrættið hefur farið í erum við að beita okkur fyrir því að það verði meiri ábyrgð sem búi þarna að baki. Þessi starfshópur sem skilaði niðurstöðum þarna, hann var skipaður af mér til þess að fara yfir málið vegna þess að við tökum þetta mjög alvarlega,“ sagði Jón Atli. Jón Atli og formaður nefndarinnar hittu dómsmálaráðherra í janúar og ræddu um niðurstöður starfshópsins. „Stjórnvöld hafa skapað okkur þennan ramma. Þetta er samkvæmt lögum sem við vinnum; lögum um Happdrætti Háskólans og þessa fjármögnun.“ Nú þegar það liggur fyrir að það eru meira og minna spilafíklar sem halda uppi rekstrinum, er ekki óhætt að segja að tíminn sé á þrotum og að hver einasta vika skipti þá máli með núverandi fyrirkomulag? „Ég get bara ekki tjáð mig um það en við höfum bara nálgast þetta mál þannig að við höfum beitt okkur fyrir skaðaminnkun með Happdrættinu sem hefur verið leiðandi hvað það varðar.“ Dómsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins muni skila af sér skýrslu um sama málefni. Alma er ein þeirra sem situr í nefndinni. Hún segir að nefndin hafi ekki komið saman síðan á fundi í nóvember og að niðurstöðu sé ekki að vænta í bráð. Starfshópurinn segir að bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýni að fram á skýr tengsl á milli spilavanda og notkunar spilakassa.Vísir/Vilhelm Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum HHÍ hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna faraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Alma segir að menn séu komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. „Við höfum lengi gagnrýnt þetta. Menn eru komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. Upphaflega átti þetta að vera fjáröflunarverkefni og einhver fjáröflunarleið fyrir Háskóla Íslands, Rauða Krossinn og Landsbjörg en reyndar var SÁÁ inn í þessu en dró sig úr. Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur og það eru einkaaðilar hér í samfélaginu sem hafa verulega hagsmuni af þessum rekstri og það er eitthvað sem stóð aldrei til. Spilafíklar standa undir hagnaði fyrirtækja og þetta er kannski svona það ljótasta sem við höfum séð.“ Hér má nálgast skýrslu starfshópsins. Fjallað var um spilafíkn í Kompás fyrir tæpum tveimur árum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Háskólar Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Starfshópurinn telur að hvorki samkeppnissjónarmið né mögulegt tekjutap dugi til að slá því á frest að grípa til aðgerða sem tryggja ábyrga spilun. Happdrætti Háskóla Íslands beri að leggja sérstaka áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa.“ Alma Hafsteinsdóttir er formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún furðar sig á því að skýrslan sé fyrst gerð opinber núna. „Við gerum alvarlegar athugasemdir við það að rektor Háskóla Íslands hafi verið ljóst í júní að fjármagnið sem er að koma í gegnum þessa spilakassa sé að koma frá spilafíklum. Við höfum vissulega talað um að háskólanum sé ekki stætt á að standa í þessum rekstri en það hefur ekki verið tekið mark á okkur.“ Jón Atli segir að ákvörðun hafi verið tekin um að slá birtingu skýrslunnar á frest vegna alþingiskosninga og ráðherraskipta. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Egill Jóni Atla hafi þótt eðlilegt að Jón Gunnarsson nýr dómsmálaráðherra fengi að mynda sér skoðun á málinu í ljósi þess að þetta sé sá rammi sem Alþingi hafi skapað skólanum. Hann segist taka málið alvarlega og leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir. „Það er nauðsynlegt að horfa á málið heildstætt eins og kemur fram í skýrslunni. Þetta er sú leið sem valin hefur verið til þess að Háskóli Íslands fjármagni sínar byggingar og viðhald; það er í gegnum Happdrættið svo að við þurfum bara að fara yfir þetta með stjórnvöldum. Við getum ekki tekið neinar einhliða ákvarðanir um að fara út úr þessu vegna þess að það myndi hafa mjög alvarleg áhrif á okkar stöðu en með því að fara í þessa vinnu með þessari skýrslu og þá vinnu sem Happdrættið hefur farið í erum við að beita okkur fyrir því að það verði meiri ábyrgð sem búi þarna að baki. Þessi starfshópur sem skilaði niðurstöðum þarna, hann var skipaður af mér til þess að fara yfir málið vegna þess að við tökum þetta mjög alvarlega,“ sagði Jón Atli. Jón Atli og formaður nefndarinnar hittu dómsmálaráðherra í janúar og ræddu um niðurstöður starfshópsins. „Stjórnvöld hafa skapað okkur þennan ramma. Þetta er samkvæmt lögum sem við vinnum; lögum um Happdrætti Háskólans og þessa fjármögnun.“ Nú þegar það liggur fyrir að það eru meira og minna spilafíklar sem halda uppi rekstrinum, er ekki óhætt að segja að tíminn sé á þrotum og að hver einasta vika skipti þá máli með núverandi fyrirkomulag? „Ég get bara ekki tjáð mig um það en við höfum bara nálgast þetta mál þannig að við höfum beitt okkur fyrir skaðaminnkun með Happdrættinu sem hefur verið leiðandi hvað það varðar.“ Dómsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins muni skila af sér skýrslu um sama málefni. Alma er ein þeirra sem situr í nefndinni. Hún segir að nefndin hafi ekki komið saman síðan á fundi í nóvember og að niðurstöðu sé ekki að vænta í bráð. Starfshópurinn segir að bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýni að fram á skýr tengsl á milli spilavanda og notkunar spilakassa.Vísir/Vilhelm Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum HHÍ hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna faraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Alma segir að menn séu komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. „Við höfum lengi gagnrýnt þetta. Menn eru komnir langt út fyrir það sem upphaflega stóð til. Upphaflega átti þetta að vera fjáröflunarverkefni og einhver fjáröflunarleið fyrir Háskóla Íslands, Rauða Krossinn og Landsbjörg en reyndar var SÁÁ inn í þessu en dró sig úr. Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur og það eru einkaaðilar hér í samfélaginu sem hafa verulega hagsmuni af þessum rekstri og það er eitthvað sem stóð aldrei til. Spilafíklar standa undir hagnaði fyrirtækja og þetta er kannski svona það ljótasta sem við höfum séð.“ Hér má nálgast skýrslu starfshópsins. Fjallað var um spilafíkn í Kompás fyrir tæpum tveimur árum. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Háskólar Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06