„Geggjað gaman að spila svona leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:31 Glódís Perla Viggósdóttir vel á verði í leiknum við Nýja-Sjáland sem tókst varla að skapa sér færi í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum hæstánægð eftir 1-0 sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum í nótt, í fyrsta leik fótboltalandsliðsins á SheBelieves Cup. „Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
„Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira