Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:44 Örn Geirsson hefur búið í Hafnarfirði alla tíð. Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
„Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira