Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2022 14:30 Isabel Díaz Ayuso, forseti heimastjórnarinnar í Madrid GettyImages Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum. Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33