Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 14:29 Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps munu meðal annarra kjósa um sameiningu. Vísir/Vilhelm Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10. Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10.
Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira