Bolton, sem voru fyrir leikinn í tíunda sæti deildarinnar, tóku á móti Wimbledon sem er í miklum vandræðum í því tuttugasta og því ljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt. Jón Daði skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu áður en Oladipo Afolayan kom liðinu í 2-0.
Jón Daði var svo aftur í lykilstöðu á 67. mínútu og lagði þá upp mark fyrir Dion Charles. Íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli á 71. mínútu leiksins eftir gott dagsverk. Bolton gerði svo algerlega úti um leikinn á 87. mínútu þegar að Amadou Bakayoko skoraði. 4-0 staðreynd og Bolton færist nær toppliðum deildarinnar.
WHO'S THE DADI!? pic.twitter.com/KngCf2qD6x
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) February 19, 2022