Þetta kemur fram á vef Landspítalans þar sem birtar eru upplýsingar um tölfræði vegna Covid-19. Þar kemur fram að 44 liggi á Landspítalanum með Covid-19 og fjölgar þar um fjóra á milli daga.
Það fækkar hins vegar á gjörgæslunni þar sem þar liggja nú tveir með Covid-19, annar þeirra í öndunarvél. Í gær voru þrír á gjörgæslunni og einn í öndunarvél.
Sem fyrr segir eru 480 starfsmenn spítalans í einangrun en þeir voru 409 í gær.
Ekki er lengur neinar tölur um fjölda þeirra sem eru í eftirliti á Covid-19 göngudeild spítalans í tilkynningu frá Landspítala að finna. Þjónustan færð yfir til heilsugæslunnar og Læknavaktarinnar í vikunni.