Hent úr landsliðinu en vann sem lögga með æfingunum og vann tvö gull á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Johannes Strolz með gull og silfur sem hann vann í einstaklingsgreinum á leikunum en hann bætti síðan einu gulli við í liðakeppni. Ap/Luca Bruno Johannes Strolz kom sér og pabba sínum í sögubækurnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hann vann alls tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leikunum. Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira