Vilja að styttu af Leópold konungi verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:39 Sérstök nefnd hefur lagt til að þessari styttu af Leópold II verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb hans. Getty/ Jean-Christophe Guillaume Nefnd á vegum borgarstjórnarinnar í Brussel hefur lagt það til að bronsstyttu af Leópold II, Belgakonungi, verði brædd og henni breytt í minnisvarða um milljónirnar sem fórust á valdatíma hans í belgísku Kongó. Nefndin er skipuð sagnfræðingum, arkítektum og fleiri sérfræðingum en hún lagði til tvær breytingar um styttuna, sem reist var á 19. öld: Annars vegar að hún verði brædd og henni breytt í fyrrnefndan minnisvarða og að opnaður verði styttugarður þar sem styttan af Leópold og fleiri umdeildar styttur verða geymdar og fólk frætt um nýlendutíð Belgíu og allt sem henni fylgdi. Tillögurnar koma fram í rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu nefndarinnar sem skipuð var til að afnýlenduvæða almenningssvæði í Brussel. Nefndin var skipuð í kjölfar mótmæla í borginni sumarið 2020, sem hófust vegna Black Lives Matter mótmælanna í Bandaríkjunum sama sumar. Styttan af Leópold konungi er staðsett í miðborg Brussel nærri konungshöllinni og varð miðpunktur mótmælanna. Mótmælin þetta sumar voru þau stærstu í Brussel þar sem kynþáttafordómum og -mismunun hefur verið mótmælt. Víða í Brussel má finna minnisvarða um nýlendutíð Belga. Belgar voru í hópi þeirra þjóða sem kepptist um yfirráðasvæði í Afríku á nítjándu öld. Leópold II stjórnaði Kongó, eins og léni, á árunum 1885 til 1908 en milljónir Kongóbúa létust af hendi nýlenduherranna, af sulti eða sjúkdómum. Árið 1908 tók belgíska ríkið við yfirráðum yfir Kongó og stjórnaði því til ársins 1960. Á tímabilinu tók belgíska ríkið við stjórn Rúanda og Búrúndí, eftir að Þýskaland afhenti nýlendurnar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Belgía Austur-Kongó Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Nefndin er skipuð sagnfræðingum, arkítektum og fleiri sérfræðingum en hún lagði til tvær breytingar um styttuna, sem reist var á 19. öld: Annars vegar að hún verði brædd og henni breytt í fyrrnefndan minnisvarða og að opnaður verði styttugarður þar sem styttan af Leópold og fleiri umdeildar styttur verða geymdar og fólk frætt um nýlendutíð Belgíu og allt sem henni fylgdi. Tillögurnar koma fram í rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu nefndarinnar sem skipuð var til að afnýlenduvæða almenningssvæði í Brussel. Nefndin var skipuð í kjölfar mótmæla í borginni sumarið 2020, sem hófust vegna Black Lives Matter mótmælanna í Bandaríkjunum sama sumar. Styttan af Leópold konungi er staðsett í miðborg Brussel nærri konungshöllinni og varð miðpunktur mótmælanna. Mótmælin þetta sumar voru þau stærstu í Brussel þar sem kynþáttafordómum og -mismunun hefur verið mótmælt. Víða í Brussel má finna minnisvarða um nýlendutíð Belga. Belgar voru í hópi þeirra þjóða sem kepptist um yfirráðasvæði í Afríku á nítjándu öld. Leópold II stjórnaði Kongó, eins og léni, á árunum 1885 til 1908 en milljónir Kongóbúa létust af hendi nýlenduherranna, af sulti eða sjúkdómum. Árið 1908 tók belgíska ríkið við yfirráðum yfir Kongó og stjórnaði því til ársins 1960. Á tímabilinu tók belgíska ríkið við stjórn Rúanda og Búrúndí, eftir að Þýskaland afhenti nýlendurnar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar.
Belgía Austur-Kongó Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira