Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2022 10:47 Veðrið mun ekki leika við landsmenn í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“ Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“
Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45
Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda