Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 11:36 Hjónin Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eru ánægð með nýjustu vendingar í málinu og líður nú öruggum með húsnæði sitt. vísir/egill Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. „Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það. Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það.
Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30