Útskýrði myndina undarlegu sem hann birti eftir sigurinn gegn Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:01 Myndin sem er ræðir. Ef vel er að gáð má sjá að átt hefur verið við myndina. Twitter/HarryMaguire93 Harry Maguire birti ansi skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni eftir sigur Manchester United á erkifjendum sínum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Maguire hefur nú útskýrt af hverju myndin er eins og hún er. Maguire hefur líkt og aðrir leikmenn Man United fengið töluverða gagnrýndi á sig að undanförnu. Þá hefur mikið verið rætt og ritað um fyrirliðaband Man United en Maguire ber það í dag. Ofan á allt sem hefur gengið á hjá félaginu þá hafði það ekki skorað mark eftir fast leikatriði fyrr en kom að leik helgarinnar. Maguire stangaði þá hornspyrnu Luke Shaw í netið og fagnaði vel og innilega. Eftir leik birti hann mynd af því er hann renndi sér á hnjánum á rennandi blautu grasinu á Elland Road fyrir framan stuðningsfólk Leeds United. Ef vel var að gáð mátti þó sjá að átt hafði verið við myndina. Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum og velti fólk fyrir sér hvaða ástæðu Maguire hefði fyrir því að birta mynd sem hefði augljóslega verið átt við. Hann útskýrði það á endanum í dag. „Til allra sem eru að spyrja, þetta er góður vinur minn og mikill stuðningsmaður Leeds United. Hann var á vellinum en ekki í myndinni. Hann hefur verið að skjóta á okkur alla vikuna svo mér datt í hug að bæta honum við á myndina,“ sagði Maguire á Twitter-síðu sinni í dag. For everyone asking, it s my good mate, a big Leeds fan. He was at the ground but not in the pic. He s been giving us some stick all week so thought I d add him in — Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 21, 2022 Sigur Manchester United á Leeds United þýðir að liðið er nú með 46 stig í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum minna en Chelsea sem situr í 3. sætinu með leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Maguire hefur líkt og aðrir leikmenn Man United fengið töluverða gagnrýndi á sig að undanförnu. Þá hefur mikið verið rætt og ritað um fyrirliðaband Man United en Maguire ber það í dag. Ofan á allt sem hefur gengið á hjá félaginu þá hafði það ekki skorað mark eftir fast leikatriði fyrr en kom að leik helgarinnar. Maguire stangaði þá hornspyrnu Luke Shaw í netið og fagnaði vel og innilega. Eftir leik birti hann mynd af því er hann renndi sér á hnjánum á rennandi blautu grasinu á Elland Road fyrir framan stuðningsfólk Leeds United. Ef vel var að gáð mátti þó sjá að átt hafði verið við myndina. Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum og velti fólk fyrir sér hvaða ástæðu Maguire hefði fyrir því að birta mynd sem hefði augljóslega verið átt við. Hann útskýrði það á endanum í dag. „Til allra sem eru að spyrja, þetta er góður vinur minn og mikill stuðningsmaður Leeds United. Hann var á vellinum en ekki í myndinni. Hann hefur verið að skjóta á okkur alla vikuna svo mér datt í hug að bæta honum við á myndina,“ sagði Maguire á Twitter-síðu sinni í dag. For everyone asking, it s my good mate, a big Leeds fan. He was at the ground but not in the pic. He s been giving us some stick all week so thought I d add him in — Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 21, 2022 Sigur Manchester United á Leeds United þýðir að liðið er nú með 46 stig í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum minna en Chelsea sem situr í 3. sætinu með leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira