Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2022 21:48 Forseti Rússlands hefur ákveðið að senda herlið inn í Úkraínu. Vísir/EPA Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira