Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:01 Hjónin Lilja og Valli sitja enn föst á Hellisheiðinni. Mynd/Aðsend Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. Enn sitja margir fastir í bílum sínum á Hellisheiðinni og í Þrengslunum en vegunum var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki af staðnum og í fjöldahjálpamiðstöð sem opnuð var fyrr í kvöld í Þorlákshöfn og í Hellisheiðavirkjun. Oddrún Lilja Birgisdóttir, kölluð Lilja, og maðurinn hennar, Valdimar Jónsson eða Valli eins og hann er kallaður, eru meðal þeirra sem eru nú föst á Hellisheiðinni. „Við sitjum bara hérna og bíðum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu en þau hjónin eru búsett á Selfossi og voru á leiðinni heim úr vinnu þegar þau festust. „Það fer alveg mjög vel um okkur, við erum hérna í bíl með nóg af olíu og erum bara að hlusta á Yrsu hljóðbók,“ segir hún enn fremur létt í bragði. Röðin ekki haggast Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílum sínum og bíða þau hjónin eftir að röðin komi að þeim en þau hafa setið föst í rúmar sex klukkustundir. „Þessi staður sem við erum á núna, hann er búinn að vera svona bara frá því klukkan fjögur. Við höfum eiginlega ekki haggast síðan,“ segir Lilja en þau eru við afleggjarann niður að Þrengslunum. Hún segir aðra ekki kippa sér mikið upp við stöðuna. „Í byrjun var fólk að reyna að halda rúðum auðum og geta fylgst með en fljótlega settust allir inn í bíl og hafa ekkert látið sjá sig síðan,“ segir hún og bætir við að helsta áskorunin sé skortur á salerni. „Maður nennir ekki út í kuldann,“ segir hún og hlær. Héldu að þau myndu sleppa Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan fimm í dag en Lilja segir að veginum hafi ekki verið lokað þegar þau lögðu af stað. „Við vorum aðallega bara hissa að það var ekki búið að loka heiðinni, við vissum náttúrlega að það væri að koma óveður en viðvörunin átti ekki að taka gildi fyrr en fimm og við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lilja og bætir við að eflaust hafi margir hugsað það sama. Þau gera ráð fyrir að þurfa að skilja bílinn eftir í nótt. „Það er alveg vitlaust veður enn þá, þannig að bílarnir eru ekkert að fara. Það verða örugglega ansi margir bílar hérna eftir uppi á heiði,“ segir Lilja. Þannig þið gerið ekki ráð fyrir að mæta í vinnuna á morgun? „Ætli við vinnum ekki bara heima á morgun,“ segir hún og hlær. Ölfus Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Enn sitja margir fastir í bílum sínum á Hellisheiðinni og í Þrengslunum en vegunum var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki af staðnum og í fjöldahjálpamiðstöð sem opnuð var fyrr í kvöld í Þorlákshöfn og í Hellisheiðavirkjun. Oddrún Lilja Birgisdóttir, kölluð Lilja, og maðurinn hennar, Valdimar Jónsson eða Valli eins og hann er kallaður, eru meðal þeirra sem eru nú föst á Hellisheiðinni. „Við sitjum bara hérna og bíðum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu en þau hjónin eru búsett á Selfossi og voru á leiðinni heim úr vinnu þegar þau festust. „Það fer alveg mjög vel um okkur, við erum hérna í bíl með nóg af olíu og erum bara að hlusta á Yrsu hljóðbók,“ segir hún enn fremur létt í bragði. Röðin ekki haggast Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílum sínum og bíða þau hjónin eftir að röðin komi að þeim en þau hafa setið föst í rúmar sex klukkustundir. „Þessi staður sem við erum á núna, hann er búinn að vera svona bara frá því klukkan fjögur. Við höfum eiginlega ekki haggast síðan,“ segir Lilja en þau eru við afleggjarann niður að Þrengslunum. Hún segir aðra ekki kippa sér mikið upp við stöðuna. „Í byrjun var fólk að reyna að halda rúðum auðum og geta fylgst með en fljótlega settust allir inn í bíl og hafa ekkert látið sjá sig síðan,“ segir hún og bætir við að helsta áskorunin sé skortur á salerni. „Maður nennir ekki út í kuldann,“ segir hún og hlær. Héldu að þau myndu sleppa Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan fimm í dag en Lilja segir að veginum hafi ekki verið lokað þegar þau lögðu af stað. „Við vorum aðallega bara hissa að það var ekki búið að loka heiðinni, við vissum náttúrlega að það væri að koma óveður en viðvörunin átti ekki að taka gildi fyrr en fimm og við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lilja og bætir við að eflaust hafi margir hugsað það sama. Þau gera ráð fyrir að þurfa að skilja bílinn eftir í nótt. „Það er alveg vitlaust veður enn þá, þannig að bílarnir eru ekkert að fara. Það verða örugglega ansi margir bílar hérna eftir uppi á heiði,“ segir Lilja. Þannig þið gerið ekki ráð fyrir að mæta í vinnuna á morgun? „Ætli við vinnum ekki bara heima á morgun,“ segir hún og hlær.
Ölfus Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47