Komst á Verðlaunapall á ÓL eftir hafa slitið krossband fjórum sinnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 11:30 Maria Therese Tviberg og Thea Louise Stjernesund fagna hér sigri norska liðsins í keppni um bronsverðlaunin en þau bandarísku fylgjast vonsvikin með. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Norska skíðakonan Maria Therese Tviberg hefur sýnt mikla þrautseigju á ferlinum sem hefur einkennst af endalausum meiðslum. Á nýloknum Vetrarólympíuleikunum vann hún ekki gull en samt mjög stóran og táknrænan sigur. Tviberg var í norska liðinu sem vann bronsverðlaun í liðakeppni alpagreinanna á lokadegi leikanna. Norska liðið hafði betur á móti Mikaela Shiffrin og félögum í bandaríska liðinu í keppninni um bronsið. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/lNZ9my9ARO— VG Sporten (@vgsporten) February 22, 2022 Það er í raun ótrúlegt að Tviberg sé enn að keppa á hæsta stigi en hún hefur glímt við yfir tíu alvarleg meiðsli á ferlinum þar af hefur hún slitið krossband fjórum sinnum. Tviberg er nú 27 ára gömul en hún sló fyrst í gegn fyrir átta árum þegar hún vann silfur á heimsmeistaramóti unglinga. Það var því strax vitað að hún væri hæfileikarík en meiðslin hafa verið í aðalhlutverki hingað til. „Þetta var stórt. Thea (Louise Stjernesund) og Fabian (Wilkens Solheim) gerðu frábærlega fyrir liðið en þetta var liðssigur. Það er Ólympíuverðlaun í húsi og það er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var mjög lítil,“ sagði Maria Therese Tviberg við VG. „Ég tel að þessi verðlaun verði mjög góð fyrir sjálfstraustið. Þetta hefur verið upp og niður hjá mér í ár. Þetta er svo svalt og frábært að vera með þetta á ferilskránni,“ sagði Tviberg. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/W9bugAzNoW— VG (@vgnett) February 22, 2022 Fyrir þrettán árum þá flutti fjölskyldan til Geilo til að vera nær skíðabrekkunni. Hún þurfti ekki lengur að ferðast í marga klukkutíma í bil heldur var nokkrar mínútur út í brekku. Hún sleit hins vegar krossband aðeins sextán ára gömul og skemmdi líka mikið í hnénu. „Hún er þrjósk þegar hún setur sér markmið. Margir gefast upp eftir fyrsta krossbandsslitið og eftir tvö þá verður þetta mjög erfitt. Hún hefur slitið krossband fjórum sinnum. Það eru ekki margir sem væri enn á ferðinni. Það eru einhverjir en ekki margir,“ sagði Torgeir Tviberg, faðir hennar í viðtali við Vedens Gang. „Ég held að ég hafi reiknað það út að hún sé búin að missa úr sex ár vegna meiðsla. Þannig að ef við tökum mið að því þá er hún bara 21 árs gömul hvað varðar ferilinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún heldur áfram. Hún er ekki búin að fá nóg af alpagreinunum ennþá,“ sagði Torgeir. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Tviberg var í norska liðinu sem vann bronsverðlaun í liðakeppni alpagreinanna á lokadegi leikanna. Norska liðið hafði betur á móti Mikaela Shiffrin og félögum í bandaríska liðinu í keppninni um bronsið. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/lNZ9my9ARO— VG Sporten (@vgsporten) February 22, 2022 Það er í raun ótrúlegt að Tviberg sé enn að keppa á hæsta stigi en hún hefur glímt við yfir tíu alvarleg meiðsli á ferlinum þar af hefur hún slitið krossband fjórum sinnum. Tviberg er nú 27 ára gömul en hún sló fyrst í gegn fyrir átta árum þegar hún vann silfur á heimsmeistaramóti unglinga. Það var því strax vitað að hún væri hæfileikarík en meiðslin hafa verið í aðalhlutverki hingað til. „Þetta var stórt. Thea (Louise Stjernesund) og Fabian (Wilkens Solheim) gerðu frábærlega fyrir liðið en þetta var liðssigur. Það er Ólympíuverðlaun í húsi og það er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var mjög lítil,“ sagði Maria Therese Tviberg við VG. „Ég tel að þessi verðlaun verði mjög góð fyrir sjálfstraustið. Þetta hefur verið upp og niður hjá mér í ár. Þetta er svo svalt og frábært að vera með þetta á ferilskránni,“ sagði Tviberg. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/W9bugAzNoW— VG (@vgnett) February 22, 2022 Fyrir þrettán árum þá flutti fjölskyldan til Geilo til að vera nær skíðabrekkunni. Hún þurfti ekki lengur að ferðast í marga klukkutíma í bil heldur var nokkrar mínútur út í brekku. Hún sleit hins vegar krossband aðeins sextán ára gömul og skemmdi líka mikið í hnénu. „Hún er þrjósk þegar hún setur sér markmið. Margir gefast upp eftir fyrsta krossbandsslitið og eftir tvö þá verður þetta mjög erfitt. Hún hefur slitið krossband fjórum sinnum. Það eru ekki margir sem væri enn á ferðinni. Það eru einhverjir en ekki margir,“ sagði Torgeir Tviberg, faðir hennar í viðtali við Vedens Gang. „Ég held að ég hafi reiknað það út að hún sé búin að missa úr sex ár vegna meiðsla. Þannig að ef við tökum mið að því þá er hún bara 21 árs gömul hvað varðar ferilinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún heldur áfram. Hún er ekki búin að fá nóg af alpagreinunum ennþá,“ sagði Torgeir.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira