Ólína telur smáa letrið lýsa hrappshætti Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2022 10:03 Ólína lenti í leka vegna asahláku. Í ákvæði heimilistryggingar hennar er svokallað asahlákuákvæði en þó er tjón ekki bætt ef vatn kemur utanfrá. Ólína spyr hvaðan vatn eigi eiginlega að koma nema utanfrá ef asahláka og skýfall orsakar leka? vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs. „Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum. Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira