Þá fauk uppblásna íþróttahúsið í Hveragerði í veðurhamnum og við heyrum í bæjarstjóranum vegna þess.
Þá fjöllum við um ástandið í Úkraínu en Rússlandsforseti hefur skipað rússnesku herliði inn í austurhéröð landsins og segir að hermennirnir eigi að sinna friðargæslu. Ákvörðunin hefur verið fordæmd á vesturlöndum.