Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 11:43 Sjö rafmagnslínur Landsnets eru enn ónýtar eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Frá því klukkan fjögur í gær hafa tuttugu línur farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Truflunum fylgdi rafmagnsleysi á ákveðnum svæðum og önnur voru keyrð á varaafli. Tjón varð í Laxárvatnslínu þar sem stæður skemmdust og í Selfosslínu 1 er brotin þverslá. Verið er að fara yfir aðrar línur og það á eftir að koma í ljós hvort um meiri skemmdir er að ræða. Um tíma í gær var rafmagnslaust á Vesturlandi og Vestfjörðum en Vestfirðir eru enn keyrðir á varaafli. Undir morgun var rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Varaalf var ræst og verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á. Tvær stórar línur sem liggja inn til höfuðborgarsvæðisins fóru út í gærkvöldi en því fylgdi ekki rafmagnsleysi. Önnur þeirra, Sultartangalína 3 er enn úti en ekki hin, Búrfellslína 3. Talið er líklegt að bilun sé á línunni þar sem hún liggur yfir hálendi og þarf sértækt tæki til að fara á staðinn en tafir verða á því þar sem veður er mjög slæmt á svæðinu. Í tilkynningunni segir að spennuhögg hafi komið á kerfið og því hafi fylgt flökt á ljósum. Skerða hafi þurft flutning til stórnotenda í kjölfarið. Landhelgisgæslan hafi svo flogið í nótt til að skoða línuna en frá hafi þurft að hverfa vegna veðurs. Línan verður skoðuð aftur í dag ef færi gefst. Fram undan eru viðgerðir á eim sjö línum sem enn eru bilaðar eftir nóttina. EKki er vitað hvað þær viðgerðir munu taka langan tíma en ljóst að tjón hleypur á tugum milljóna. Orkumál Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Frá því klukkan fjögur í gær hafa tuttugu línur farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Truflunum fylgdi rafmagnsleysi á ákveðnum svæðum og önnur voru keyrð á varaafli. Tjón varð í Laxárvatnslínu þar sem stæður skemmdust og í Selfosslínu 1 er brotin þverslá. Verið er að fara yfir aðrar línur og það á eftir að koma í ljós hvort um meiri skemmdir er að ræða. Um tíma í gær var rafmagnslaust á Vesturlandi og Vestfjörðum en Vestfirðir eru enn keyrðir á varaafli. Undir morgun var rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Varaalf var ræst og verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á. Tvær stórar línur sem liggja inn til höfuðborgarsvæðisins fóru út í gærkvöldi en því fylgdi ekki rafmagnsleysi. Önnur þeirra, Sultartangalína 3 er enn úti en ekki hin, Búrfellslína 3. Talið er líklegt að bilun sé á línunni þar sem hún liggur yfir hálendi og þarf sértækt tæki til að fara á staðinn en tafir verða á því þar sem veður er mjög slæmt á svæðinu. Í tilkynningunni segir að spennuhögg hafi komið á kerfið og því hafi fylgt flökt á ljósum. Skerða hafi þurft flutning til stórnotenda í kjölfarið. Landhelgisgæslan hafi svo flogið í nótt til að skoða línuna en frá hafi þurft að hverfa vegna veðurs. Línan verður skoðuð aftur í dag ef færi gefst. Fram undan eru viðgerðir á eim sjö línum sem enn eru bilaðar eftir nóttina. EKki er vitað hvað þær viðgerðir munu taka langan tíma en ljóst að tjón hleypur á tugum milljóna.
Orkumál Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22