Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 14:57 Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni. Nú er höllin fokin. Friðrik Sigurbjörnsson Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. „Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi. Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi.
Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira