Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi Hjálmar Waag Árnason skrifar 23. febrúar 2022 09:31 Reglulega heyrum við fréttir af átökum starfsfólks grunnskóla við nemendur. Mikill uppsláttur verður í fjölmiðlum þar sem reiðir foreldrar í mörgum tilvikum hóta að kæra kennara eða annað starfsfólk skólanna fyrir ofbeldi á börnunum. Dramatískar lýsingar á glímu skólafólksins við „ódæla” nemendur fylgja. Slíkir atburðir virðast færast í vöxt með hverju árinu sem líður. Þeir eru hins vegar ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hvaða skýring getur verið á þessari ógnaröld? Hér eru engin svör einhlít. Vera kann að fjölmiðlar sinni fréttum af “agavandamálum” af meiri áhuga nú en áður. Undirritaður telur hins vegar að um sé að ræða birtingarmynd gjaldþrota skólastefnu. Svokallaður skóli án aðgreiningar hefur ráðið hér ríkjum um langt árabil. Sé skólasagan til lengri tíma skoðuð kemur í ljós að hugmyndafræðin gengur í hringi. Eitt tímabilið telst hyggilegast að draga nemendur í dilka eftir þroska getu, vitsmunum o.s.frv. þar sem einstaklingurinn getur keppt um að verða fremstur meðal jafningja. Að óræðum tíma liðnum finnst spekingum sérskólastefnan hafa gengið sér til húðar og við tekur skóli án aðgreiningar þar sem öllum er blandað saman (gjarnan eftir ári) og treyst á að þannig fái flestir að njóta sín í “eðlilegu” umhverfi. Gauragangurinn hin síðustu misseri er afleiðing þessa. Í einstökum bekkjum eru einstaklingar sem endurspegla í raun allt mannlíf: stórir og litlir, haltir og blindir, feitir og mjóir, óþekktarormar í bland við prúðbúna engla, sjení og tossar, ofbeldishneigðir og friðsamir; og þannig má áfram telja. Þetta er kjarninn í skóla án aðgreiningar. Þessi hópur er saman kominn í þeim tilgangi að læra skvt. námskrá. Kennarinn á að annast fræðsluþáttinn og fær í flestum tilvikum sér til halds og traust hjálparfólk (sérkennara, félagsliða o.s.frv.). Saman á svo teymið að mynda þroskavænlegt umhverfi þar sem hið fjölbreytta mannlíf á að blómstra - hver með verkefni við sitt hæfi. En er það svo? Fallegt en virkar ekki Spurningunni hér að ofan hefur í raun verið svarað. Kerfið er ekki að virka. Eins og hugsunin er falleg og í anda mannkærleika og væntumþykju þá er hún einfaldlega ekki að ganga upp. Orka kennarans og teymisins fer að verulegu leyti í skylmingar og at í þeirri viðleitni að sinna því sem skólanum er ætlað - nefnilega að fræða börnin og mennta. Allt of marga grunnskólakennara þekki ég sem hafa brunnið upp í þessu styrjaldarástandi sem einkennir skólastarfið núna. Og allt of marga skólaliða þekki ég sem hafi bugast undan álaginu. Ein birtingarmynd þess eru áðurnefndar fréttir af meintum ofbeldi kennara gagnvart börnum. Þó markmiðið sé fallegt þá einfaldlega næst það ekki. Kennarar og teymið með 20-30 börn í bekk af öllum stærðum og gerðum einfaldlega ná ekki að skapa þann vinnufrið sem eðlilegt skólastarf krefst. Ekki þarf marga nemendur með miklar sérþarfir til að sjúga mikla orku út úr kennaranum. Fyrir vikið nær hann/hún ekki að komast til þess sem rak hana/hann upphaflega í hið spennandi starf að kenna börnum. Til þess er vígvöllurinn allt of krefjandi. Annað slagið rata átökin í fjölmiðla en miklu oftar takmarkast þau við skólastofuna eða skólann. Afleiðing þessa er sú að í raun verður enginn sigurvegari - allir tapa. Nemendur missa af þeim rétti sínum að fá kennslu, kennarar allt of margir brenna út og hætta, skólaliðar bugast og alvarlegast er að til langframa er það mikið tap fyrir samfélagið ef ungviði þess nær ekki að mennta sig sem skyldi (frammistaða okkar í alþjóðakönnunum, læsi drengja o.s.frv.). Okkar er valið Hvað er þá til ráða? Ekkert einfalt svar er til við þessu. Sé vilji til að hanga áfram á skóla án aðgreiningar verður bæði að fækka í bekkjardeildum og bæta við aðstoðina. Þær aðgerðir kosta svo miklu fleiri milljarða en nokkurn tíma fást úr léttum pyngjum sveitarfélaga. Hin leiðin er að játa sig sigraðan og snúa aftur til meiri flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja. Ekki endilega að raða eftir aldri - horfa meira til þroska og færni. Eða einhver blanda af þessu. Óbreytt ástand á ekki að vera í boði. Höfundur er fyrrverandi ýmislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Reglulega heyrum við fréttir af átökum starfsfólks grunnskóla við nemendur. Mikill uppsláttur verður í fjölmiðlum þar sem reiðir foreldrar í mörgum tilvikum hóta að kæra kennara eða annað starfsfólk skólanna fyrir ofbeldi á börnunum. Dramatískar lýsingar á glímu skólafólksins við „ódæla” nemendur fylgja. Slíkir atburðir virðast færast í vöxt með hverju árinu sem líður. Þeir eru hins vegar ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hvaða skýring getur verið á þessari ógnaröld? Hér eru engin svör einhlít. Vera kann að fjölmiðlar sinni fréttum af “agavandamálum” af meiri áhuga nú en áður. Undirritaður telur hins vegar að um sé að ræða birtingarmynd gjaldþrota skólastefnu. Svokallaður skóli án aðgreiningar hefur ráðið hér ríkjum um langt árabil. Sé skólasagan til lengri tíma skoðuð kemur í ljós að hugmyndafræðin gengur í hringi. Eitt tímabilið telst hyggilegast að draga nemendur í dilka eftir þroska getu, vitsmunum o.s.frv. þar sem einstaklingurinn getur keppt um að verða fremstur meðal jafningja. Að óræðum tíma liðnum finnst spekingum sérskólastefnan hafa gengið sér til húðar og við tekur skóli án aðgreiningar þar sem öllum er blandað saman (gjarnan eftir ári) og treyst á að þannig fái flestir að njóta sín í “eðlilegu” umhverfi. Gauragangurinn hin síðustu misseri er afleiðing þessa. Í einstökum bekkjum eru einstaklingar sem endurspegla í raun allt mannlíf: stórir og litlir, haltir og blindir, feitir og mjóir, óþekktarormar í bland við prúðbúna engla, sjení og tossar, ofbeldishneigðir og friðsamir; og þannig má áfram telja. Þetta er kjarninn í skóla án aðgreiningar. Þessi hópur er saman kominn í þeim tilgangi að læra skvt. námskrá. Kennarinn á að annast fræðsluþáttinn og fær í flestum tilvikum sér til halds og traust hjálparfólk (sérkennara, félagsliða o.s.frv.). Saman á svo teymið að mynda þroskavænlegt umhverfi þar sem hið fjölbreytta mannlíf á að blómstra - hver með verkefni við sitt hæfi. En er það svo? Fallegt en virkar ekki Spurningunni hér að ofan hefur í raun verið svarað. Kerfið er ekki að virka. Eins og hugsunin er falleg og í anda mannkærleika og væntumþykju þá er hún einfaldlega ekki að ganga upp. Orka kennarans og teymisins fer að verulegu leyti í skylmingar og at í þeirri viðleitni að sinna því sem skólanum er ætlað - nefnilega að fræða börnin og mennta. Allt of marga grunnskólakennara þekki ég sem hafa brunnið upp í þessu styrjaldarástandi sem einkennir skólastarfið núna. Og allt of marga skólaliða þekki ég sem hafi bugast undan álaginu. Ein birtingarmynd þess eru áðurnefndar fréttir af meintum ofbeldi kennara gagnvart börnum. Þó markmiðið sé fallegt þá einfaldlega næst það ekki. Kennarar og teymið með 20-30 börn í bekk af öllum stærðum og gerðum einfaldlega ná ekki að skapa þann vinnufrið sem eðlilegt skólastarf krefst. Ekki þarf marga nemendur með miklar sérþarfir til að sjúga mikla orku út úr kennaranum. Fyrir vikið nær hann/hún ekki að komast til þess sem rak hana/hann upphaflega í hið spennandi starf að kenna börnum. Til þess er vígvöllurinn allt of krefjandi. Annað slagið rata átökin í fjölmiðla en miklu oftar takmarkast þau við skólastofuna eða skólann. Afleiðing þessa er sú að í raun verður enginn sigurvegari - allir tapa. Nemendur missa af þeim rétti sínum að fá kennslu, kennarar allt of margir brenna út og hætta, skólaliðar bugast og alvarlegast er að til langframa er það mikið tap fyrir samfélagið ef ungviði þess nær ekki að mennta sig sem skyldi (frammistaða okkar í alþjóðakönnunum, læsi drengja o.s.frv.). Okkar er valið Hvað er þá til ráða? Ekkert einfalt svar er til við þessu. Sé vilji til að hanga áfram á skóla án aðgreiningar verður bæði að fækka í bekkjardeildum og bæta við aðstoðina. Þær aðgerðir kosta svo miklu fleiri milljarða en nokkurn tíma fást úr léttum pyngjum sveitarfélaga. Hin leiðin er að játa sig sigraðan og snúa aftur til meiri flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja. Ekki endilega að raða eftir aldri - horfa meira til þroska og færni. Eða einhver blanda af þessu. Óbreytt ástand á ekki að vera í boði. Höfundur er fyrrverandi ýmislegt.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun