„Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2022 13:01 Arnar Gauti og Berglind eignuðust stúlku árið 2020, þeirra eina barn saman. vísir/vilhelm Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“