Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 13:27 Afléttingarnar taka gildi 25. febrúar. Þær eru fyrr á ferðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í dag en breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis. Full samstaða var um aðgerðirnar í ríkisstjórn að sögn heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áfram sé fólk hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Þá geti það nýtt sér hraðpróf hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Landsmenn hafi lært að umgangast veiruna. Hann bætir við að þó búið sé að aflétta takmörkunum eigi fólk að gæta að sér innan um viðkvæma hópa og á heilbrigðisstofnunum. Fólk er hvatt til þess að nota grímur og halda fjarlægð þar sem á við. Willum Þór segir að helstu rökin fyrir allsherjar afléttingu sé að útbreiðsla Covid-19 sé orðin það mikil að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur. Við vitum alveg að það eru mörg sem eiga eftir að smitast enn þá og það getur skapað erfiðleika inn á vinnustöðum, heilbrigðisstofnunum og bara í lífi hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við teljum okkur geta lifað með þessari veiru.“ Hún segir að áfram þurfi að fylgjast með nýjum afbrigðum og stöðu faraldursins hér heima og erlendis. Í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í lok janúar var gert ráð fyrir að öllum takmörkunum yrði ekki aflétt fyrr en um miðjan mars. Hefur þeim breytingum nú verið flýtt í ljósi jákvæðrar stöðu faraldursins. Willum Þór segir að róðurinn hafi verið þungur í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Vonandi seinasta breytingin Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hrósaði Willum Þór starfsfólki á heilbrigðisstofnunum í hástert og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Hann segist vera í stöðugu samtali við stjórnendur á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Róðurinn hefur verið þungur og hann verður það áfram í einhverjar vikur. Það er enn þá fólk að leggjast inn á spítalann og smitast inn á spítalanum og á heilbrigðisstofnunum víða. Svo er starfsfólkið að smitast af Covid og þetta raskar auðvitað starfinu og gerir þetta snúið.“ Stjórnvöld muni veita heilbrigðiskerfinu stuðning í þessum efnum. Ráðherrarnir segja það óskandi að þetta verði í síðasta skipti sem tilkynnt er um breytingar á sóttvarnatakmörkunum. Sóttvarnalæknir hafi þó brýnt að áfram þurfi að vera vakandi fyrir nýjum afbrigðum veirunnar. Hægt sé að bregðast skjótt við ef eitthvað komi upp. Stefni í 80 prósent samfélagslegt ónæmi seinni hlutann í mars Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 tilfelli að undanförnu en alvarleg veikindi ekki aukist að sama skapi. „Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í dag en breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis. Full samstaða var um aðgerðirnar í ríkisstjórn að sögn heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áfram sé fólk hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Þá geti það nýtt sér hraðpróf hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Landsmenn hafi lært að umgangast veiruna. Hann bætir við að þó búið sé að aflétta takmörkunum eigi fólk að gæta að sér innan um viðkvæma hópa og á heilbrigðisstofnunum. Fólk er hvatt til þess að nota grímur og halda fjarlægð þar sem á við. Willum Þór segir að helstu rökin fyrir allsherjar afléttingu sé að útbreiðsla Covid-19 sé orðin það mikil að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur. Við vitum alveg að það eru mörg sem eiga eftir að smitast enn þá og það getur skapað erfiðleika inn á vinnustöðum, heilbrigðisstofnunum og bara í lífi hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við teljum okkur geta lifað með þessari veiru.“ Hún segir að áfram þurfi að fylgjast með nýjum afbrigðum og stöðu faraldursins hér heima og erlendis. Í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í lok janúar var gert ráð fyrir að öllum takmörkunum yrði ekki aflétt fyrr en um miðjan mars. Hefur þeim breytingum nú verið flýtt í ljósi jákvæðrar stöðu faraldursins. Willum Þór segir að róðurinn hafi verið þungur í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Vonandi seinasta breytingin Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hrósaði Willum Þór starfsfólki á heilbrigðisstofnunum í hástert og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Hann segist vera í stöðugu samtali við stjórnendur á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Róðurinn hefur verið þungur og hann verður það áfram í einhverjar vikur. Það er enn þá fólk að leggjast inn á spítalann og smitast inn á spítalanum og á heilbrigðisstofnunum víða. Svo er starfsfólkið að smitast af Covid og þetta raskar auðvitað starfinu og gerir þetta snúið.“ Stjórnvöld muni veita heilbrigðiskerfinu stuðning í þessum efnum. Ráðherrarnir segja það óskandi að þetta verði í síðasta skipti sem tilkynnt er um breytingar á sóttvarnatakmörkunum. Sóttvarnalæknir hafi þó brýnt að áfram þurfi að vera vakandi fyrir nýjum afbrigðum veirunnar. Hægt sé að bregðast skjótt við ef eitthvað komi upp. Stefni í 80 prósent samfélagslegt ónæmi seinni hlutann í mars Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 tilfelli að undanförnu en alvarleg veikindi ekki aukist að sama skapi. „Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00 Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53
Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00
Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13