Kjósum það besta – eins og Vanda! Hópur stuðningsfólks Vöndu Sigurgeirsdóttur skrifar 24. febrúar 2022 09:31 Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun