NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 21:14 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16
Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23