Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu erlendis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 11:00 Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Sjá meira
Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar