Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu erlendis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 11:00 Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun