Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 11:11 Disney-veldið byrjaði með hinum hógværa Mikka Mús en hefur nú vaxið í eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki heims. Getty/Kim Kulish 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf. Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent „Við reyndum að benda hæstvirtum ráðherra á þetta“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf.
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent „Við reyndum að benda hæstvirtum ráðherra á þetta“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira