„Við sjáum áróður um að markmiðið sé að steypa lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í Kænugarði af stóli,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í gærkvöldi í kjölfar leiðtogafundar hjá Nato.
Nokkur Nato ríkjanna þrjátíu munu senda vopn til Úkraínu, þar á meðal loftvarnir. Stoltenberg sagði bandamennina ákveðna í að aðstoða Úkraínumenn eftir bestu getu. Þá er Nato að senda hluta viðbragðsteymis síns til nágrannalanda Úkraínu sem eru í Nato, sérsveitir sem sérhæfa sig á landi, í lofti og á sjó. Sveitirnar verða reiðubúnar til bardaga ef til þess kemur.
Þá haf Þjóðverjar tilkynnt að hluti herafla þeirra sé á leið til Slóvakíu þar sem þeir munu líklega sameinast hluta af hermönnum Nato.
„Við erum að reyna að senda hersveitir til Slóvakíu eins fljótt og við getum,“ sagði Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskaland, í viðtali við TC ZDF í gærkvöldi. Um 150 til 200 þýskir hermenn verða sendir til Slóvakíu fyrst um sinn.
Þá hyggst Þýskaland senda Patriot eldflaugavarnarfallbyssur til hersveita Nato í austri auk þrjú hundruð hermanna sem kunna á vélina. Ekki er ljóst hvert nákvæmlega tækið verður sent.