Einingis var opnað fyrir peninga- og gjaldeyrisviðskipti í Rússlandi í morgun, en enn hefur ekki verið tekið ákvörðun um hvort hlutabréfamarkaðurinn verði opnaður. Nú þegar er nokkrum sinnum búið að fresta opnun hlutabréfamarkaðarins.
Rússneska rúblan hefur fallið um þrjátíu prósent í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra.
Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í Rússlandi í tuttugu prósent til að reyna að skýla rúblunni. Vextirnir voru fyrir 9,5 prósent en virði rúblunnar hefur fallið hratt í morgun vegna umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússlandi.
Þá hefur bankinn skipað rússneskum fyrirtækjum að selja áttatíu prósent af þeim erlenda gjaldeyri sem þau sitja á.
Her Rússlands sækir fram í Úkraínu úr mörgum áttum. Hægt er að fylgjast með gangi mála í vaktinni á Vísi, hér.