Hrós lætur okkur líða vel Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2022 09:01 „Flott klipping, hún fer þér vel“, „Ræðan sem þú hélst í afmælisveislunni var mjög áhrifamikil“, „Þú ert virkilega góður vinur; ég get ekki sagt þér hversu frábært það var að tala við þig í síðustu viku þegar ég var í uppnámi.“ Einlægt hrós lætur okkur líða vel, bæði þegar við veitum það og þiggjum. Þegar við hrósum sýnum við þakklæti, sem er grundvallarþörf mannsins og mikilvægt í öllum samskiptum. Vísindamenn hafa komist að því að sömu hlutar heilans lýsast upp þegar við fáum hrós og þegar við fáum umbun eins og peninga. Hrós hjálpar okkur að taka eftir og meta það sem er gott. Það styrkir æskilega hegðun. Ef við segjum sem dæmi samstarfsmanni hversu gott það sé að geta leitað til hans um aðstoð og ráð er líklegt að hann verði boðinn og búinn að aðstoða okkur í framtíðinni. Hvernig getum við orðið betri í að gefa hrós? Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð. Veittu einlægt hrós Það gæti virst skaðlaust að segja einhverjum að skórnir hans séu fallegir, jafnvel þó að þér finnist þeir ljótir. En í langflestum tilfellum mun ósvikið hrós hafa mun meiri áhrif. Flest okkar hafa sjötta skilningarvitið þegar einhver segir eitthvað án þess að meina það. Taktu eftir Lykillinn að því að gefa hrós og vera góður í því að gefa hrós er að veita fólkinu í kringum sig eftirtekt. Taktu eftir því hvað þér líkar við eða kannt að meta við manneskjuna og nefndu það. Vertu nákvæmur og útskýrðu hvers vegna þú ert að hrósa Gott hrós er nákvæmt og sértækt. Að heyra að einhverjum finnist við klár, góð eða falleg er auðvitað gaman að heyra, en slíkt hrós er almennt og getur átt við um marga. Að nefna eitthvað ákveðið sýnir að við veitum eftirtekt. Í stað þess að segja einhverjum að hann sé góður fundarstjóri væri t.d. hægt að segja: „Mig langar að hrósa þér fyrir fundarstjórnina áðan. Ég var ánægður með að þú skulir hafa tekið sorpmálið af dagskrá. Við hefðum aldrei náð að ljúka fundinum á tilsettum tíma þar sem við þurfum góðan tíma til að ræða þetta mál frá öllum hliðum. Veittu hrós sem oftast Helst ættum við að gefa (og fá) hrós á hverjum degi, sérstaklega í nánum samböndum. Það er mjög auðvelt að taka hvert öðru sem sjálfsögðum hlut eða gera aðeins að umtalsefni það sem þarfnast lausna. Að taka eftir öllu því góða við maka þinn, börn þín, systkini eða vini er mikilvægt og getur styrkt sambandið. Þegar við venjumst því að gefa oftar hrós munum við líka taka betur eftir því sem vel gengur. Taktu á móti hrósi með þakklæti Stundum finnst fólki óþægilegt að fá hrós og sumir tengja hrós við mont. Að kunna að taka hrósi er jafn mikilvægt og að gefa hrós. Þegar við höfnum hrósi eða gerum lítið úr því erum við í raun að segja þeim sem hrósar okkur að hann hafi rangt fyrir sér eða að við viljum ekki fá hrós. Þetta er eins og að neita að þiggja gjöf frá einhverjum. Einfalt „TAKK“ virkar oft best. Alþjóðlegi hrósdagurinn Alþjóðlegi hrósdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. mars. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 19 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en einlægt hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins . Þar setja um 7.000 manns reglulega inn hrós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
„Flott klipping, hún fer þér vel“, „Ræðan sem þú hélst í afmælisveislunni var mjög áhrifamikil“, „Þú ert virkilega góður vinur; ég get ekki sagt þér hversu frábært það var að tala við þig í síðustu viku þegar ég var í uppnámi.“ Einlægt hrós lætur okkur líða vel, bæði þegar við veitum það og þiggjum. Þegar við hrósum sýnum við þakklæti, sem er grundvallarþörf mannsins og mikilvægt í öllum samskiptum. Vísindamenn hafa komist að því að sömu hlutar heilans lýsast upp þegar við fáum hrós og þegar við fáum umbun eins og peninga. Hrós hjálpar okkur að taka eftir og meta það sem er gott. Það styrkir æskilega hegðun. Ef við segjum sem dæmi samstarfsmanni hversu gott það sé að geta leitað til hans um aðstoð og ráð er líklegt að hann verði boðinn og búinn að aðstoða okkur í framtíðinni. Hvernig getum við orðið betri í að gefa hrós? Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð. Veittu einlægt hrós Það gæti virst skaðlaust að segja einhverjum að skórnir hans séu fallegir, jafnvel þó að þér finnist þeir ljótir. En í langflestum tilfellum mun ósvikið hrós hafa mun meiri áhrif. Flest okkar hafa sjötta skilningarvitið þegar einhver segir eitthvað án þess að meina það. Taktu eftir Lykillinn að því að gefa hrós og vera góður í því að gefa hrós er að veita fólkinu í kringum sig eftirtekt. Taktu eftir því hvað þér líkar við eða kannt að meta við manneskjuna og nefndu það. Vertu nákvæmur og útskýrðu hvers vegna þú ert að hrósa Gott hrós er nákvæmt og sértækt. Að heyra að einhverjum finnist við klár, góð eða falleg er auðvitað gaman að heyra, en slíkt hrós er almennt og getur átt við um marga. Að nefna eitthvað ákveðið sýnir að við veitum eftirtekt. Í stað þess að segja einhverjum að hann sé góður fundarstjóri væri t.d. hægt að segja: „Mig langar að hrósa þér fyrir fundarstjórnina áðan. Ég var ánægður með að þú skulir hafa tekið sorpmálið af dagskrá. Við hefðum aldrei náð að ljúka fundinum á tilsettum tíma þar sem við þurfum góðan tíma til að ræða þetta mál frá öllum hliðum. Veittu hrós sem oftast Helst ættum við að gefa (og fá) hrós á hverjum degi, sérstaklega í nánum samböndum. Það er mjög auðvelt að taka hvert öðru sem sjálfsögðum hlut eða gera aðeins að umtalsefni það sem þarfnast lausna. Að taka eftir öllu því góða við maka þinn, börn þín, systkini eða vini er mikilvægt og getur styrkt sambandið. Þegar við venjumst því að gefa oftar hrós munum við líka taka betur eftir því sem vel gengur. Taktu á móti hrósi með þakklæti Stundum finnst fólki óþægilegt að fá hrós og sumir tengja hrós við mont. Að kunna að taka hrósi er jafn mikilvægt og að gefa hrós. Þegar við höfnum hrósi eða gerum lítið úr því erum við í raun að segja þeim sem hrósar okkur að hann hafi rangt fyrir sér eða að við viljum ekki fá hrós. Þetta er eins og að neita að þiggja gjöf frá einhverjum. Einfalt „TAKK“ virkar oft best. Alþjóðlegi hrósdagurinn Alþjóðlegi hrósdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. mars. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 19 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en einlægt hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins . Þar setja um 7.000 manns reglulega inn hrós.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun