Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 20:01 Frá upplýsingafundi almannavarna þann 28. febrúar 2020 þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. vísir/vilhelm Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira