Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur gegnt stöðu forstöðumanns farsóttarhúsanna frá því þeim var komið á fót. Vísir/Vilhelm Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. „Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
„Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira