Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. AP Photo/Virginia Mayo Verði gerð tölvuárás á eitthvert af ríkjum Atlantshafsbandalagsins gæti slík árás gert það að verkum að fimmta grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð. Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa. Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa.
Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira