Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 1. mars 2022 10:30 Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Eva Sjöfn Helgadóttir Heimilisofbeldi Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun