Ég las það í Samúel Álfur Birkir Bjarnason skrifar 1. mars 2022 11:30 Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun